framurskarandiÞekkir þú ungan Íslending sem á skilið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur?

Vilt þú tilnefna þennan einstakling til verðlauna?

JCI Ísland verðlaunar árlega unga Íslendinga á aldrinum 18-40 ára sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og ná undraverðum árangri. Markmið verðlaunanna er að verðlaunahafar hljóti hvatningu til frekari dáða og vekja athygli á verkum þeirra.

Þú getur tilnefnt hér
(hægt er að tilnefna til og með 21. maí næstkomandi)

Við teljum að hér séu málefni sem eru þér hugleikin. Verðlaunað er í 10 flokkum sem eru eftirfarandi:
1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði.
3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
4. Störf /afrek á sviði menningar.
5. Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.
6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
7. Störf á sviði mannúðar og/eða sjálfboðaliðamála.
8. Störf á sviði tækni og/eða vísinda.
9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Smelltu hér til að tilnefna
(hægt er að tilnefna til og með 21. maí næstkomandi)

Sett hefur verið saman dómnefnd sem mun velja úr innsendum tilnefningum.
Forseti Íslands mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík.

Verðlaunin eru hluti af alþjóðlegu verðlaununum The Outstanding Young Persons of the World sem veitt eru árlega af Junior Chamber International.

Með fyrirfram þökk um góð viðbrögð,
Tryggvi F Elínarson, formaður verkefnisins og
Einar Valmundsson, forseti JCI Íslands 2013

ps. við yrðum þér afar þakklátir ef þú kíktir inn á Facebook síðuna okkar http://www.facebook.com/FramurskarandiUngirIslendingar og smelltir á Like hnappinn!