8. janúar 2011 verður stór dagur hjá JCI Íslandi. Hann byrjar á 1. framkvæmdastjórnarfundi JCI Íslands 2011, kl. 9:30 í sal Óháða safnaðarins Háteigsvegi 56. Mæting kl. 9:15!

Framkvæmdastjórn hverju sinni skipa landsstjórn, embættismenn landsstjórnar og forsetar/formenn.  Á þennan fund mæta bæði stjórnir 2010 og 2011. Árið 2010 er gert upp í fyrri hlutanum en í seinni hlutanum er horft fram á árið 2011.

Viljum taka það fram að öðrum félagsmönnum sem áhuga hafa er frjálst að mæta á fundinn og fylgjast með.  Það er mjög æskilegt t.d. fyrir verðandi stjórnarfólk í aðildarfélögunum að mæta til að sjá hvað er á plani hjá landsstjórn og hinum aðildarfélögunum.

Áætlað er að FS fundinum ljúki kl. 13:00.

Klukkan 18:00 verður svo móttaka í JCI húsinu, Hellusundi, í boði landsforseta 2010 þar sem boðið verður upp á drykk og þar munum við heiðra Framúrskarandi unga Íslendinga (TOYP).

Rétt fyrir 20:00 höldum við svo á Amokka í Borgartúni þar sem boðið verður upp á máltíð í spænskum anda á aðeins 1950 kr. Jafnframt verður boðið upp á gott tilboð á bjór og léttu víni á barnum. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:11!!

Á Amokka ætlum við að skemmta okkur saman auk þess þar sem þar verða afhent verðlaun og viðurkenningar. Svo kemur að hinni hátíðlegu stund þar sem landsforseti 2011 tekur formlega við.

Skráningar í matinn sendist til  arna@jci.is eða jci@jci.is ekki seinna en á hádegi fimmtudaginn 6.janúar
Sjáumst á laugardaginn
Landsstjórnir JCI Íslands
2010 og 2011