Þriðjudagskvöld næstkomandi, 21. september, standa félögin JCI Reykjavík,JCI Esja og JCI Lind að sameiginlegum félagsfundi.
Gestur fundarins er Guðrún Margrét Pálsdóttir stofnandi ABC barnahjálpar.
Guðrún hefur unnið einstakt starf til hjálpar þurfandi börnum víðsvegar í heiminum. ABC barnahjálp styrkir nú um 12.000 börn aðallega á Indlandi, Úganda, Filippseyjum, Pakistan og Kenýa. Um 7000 stuðningsaðilar styðja börn á vegum starfsins í dag. Hjálpin sem veitt er felst aðallega í menntun barna sem annars ættu ekki kost á skólagöngu, en einnig er þeim séð fyrir læknishjálp, framfærslu og heimili þar sem þörf er á.
Einnig leiðir Guðrún stóran hóp sjálboðaliða sem margir starfa við mjög krefjandi aðstæður og hefur því einstaka innsýn í hugarheim slíkra aðila – hvernig best er að leiða þá og hvað drífur slíka áhugahvöt áfram.
Því mjög skemmtilegt og áhugavert erindi frá afar áhugaverðum frumkvöðli.
Fundurinn hefst kl 20:00 og fer fram á efri hæð veitingastaðarins Skólabrú (Potturinn og Pannan að Skólabrú) við Pósthússtræti 17 .
Kaffi verður í boði JCI félaganna – velkomið fyrir félagsmenn að grípa með sér gesti.
Sjáumst hress – sjáumst tímanlega!
Nefndin.