Hvað er það sem einkennir góðan brandara, flotta málshætti og tilvitnanir, vinsælar auglýsingar, bíómyndir, þætti, frábæra fyrirlestra, eftirminnilegar ræður og kynningar? Svarið er einfaldlega… góð saga, sögð af góðum sögumanneskjum. Hvað er það sem gerir þessar sögur grípandi, eftirminnilegar?

Mikilvægasta spurningin – er sögumennska eitthvað sem aðeins fáir hafa og aðrir ekki… eða geta allir tileinkað sér þetta og orðið betri? Sögur gegna lykilhlutverki í lífi okkar allra! Þær kenna okkur mikilvægar lexíur um hegðun, siðferði, mannasiði, viðhorf, að kljást við áskoranir og ýmislegt fleira. Þær skemmta okkur á góðum augnablikum, geta forðað okkur frá slæmum ákvörðunum og mistökum… og rétt saga getur gert veislu eða hitting að ógleymanlegum viðburði. Foreldrar, kennarar, ýmis konar leiðtogar nota sögur til að miðla og kenna mikilvæga hluti, kollegar nota sögur til að miðla hlutum í starfi og vinir nota sögur í á góðum stundum til að rifja upp eftirminnileg augnablik. Flestir upplifa hinsvegar þá tilhugsun: “en þetta er ekki ég”. Af hverju ekki þú? Þegar öllu er á botninn hvolft, þá upplifir enginn augnablik, viðburð, samtal eins og þú. Enginn er fær um að tjá þína upplifun betur en þú!

Á námskeiðinu “Grípandi sögur” förum við í þessa “grípandi” uppskrift, hvað einkennir eftirminnilegar sögur og lærum að nota efnivið úr eigin lífi sem söguefni í persónulegar sögur. Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem þurfa að miðla til annarra – verðandi foreldrar, ungir foreldrar, fólk sem þarf að flytja kynningar, fólk með mannaforráð, leiðtogar og alla með góða hugmynd sem á erindi til annarra!

Markmiðið er einfalt – að leysa sögumanneskjuna þig úr læðingi!

Leiðbeinandi er Helgi I. Guðmundsson í JCI Reykjavík. Námskeiðið hefst kl 20:00 og er um 2 klst.