Félagsfundur – Gunnar Hólmsteinn í Clara ehf er gestur.

Næstkomandi þriðjudagskvöld, 20.apríl,
standa félögin JCI Reykjavík, JCI Lind og JCI Esja að félagsfundi.

Gestur fundarins er hinn ungi og spræki frumkvöðull Gunnar Hólmsteinn, einn
stofnenda og forsvarsmanna Clara ehf. Clara er íslenskt sprotafyrirtæki sem er að  innleiða mjög ferskar og spennandi nýjungar á sviði markaðsrannsókna á
vefnum. (www.clara.is)

Fyrirtækið varð til uppúr þáttöku Gunnars og félaga í keppni Innovit um
bestu viðskiptaáætlun fyrir nokkrum árum,  þar sem þeir höfnuðu í 2.sæti.

Clara ehf hefur verið mjög áberandi í umfjöllun um ung íslensk fyrirtæki og
Gunnar sjálfur mjög sjáanlegur, meðal annars komið fram í Kastljósi og á
öðrum vettvangi. Hann mun fræða okkur um starfsemi fyrirtækisins og það  viðskiptaumhverfi sem ríkir á Íslandi í dag.  Hann mun líka deila með okkur persónulegum hugmyndum og skoðunum um tækifæri ungs fólks í dag og hvernig ungt fólk getur haft meiri áhrif á samfélagið.

Fundurinn hefst kl 20:00 og fer fram á efri hæð veitingastaðarins Balthazar
(gamli Kaffi Viktor – www.baltazar.is
).

Kaffi verður í boði fyrir gesti.

Sjáumst hress og tímanlega.

Nefndin.