Á fimmtudagsfræðslunni þann 8.apríl næstkomandi mun Helgi Guðmundsson CNT halda námskeiðið  Að laða fram það besta úr fólki: Listin að leiða með hvatningu í stað vogarafls.
Í lýsingu Helga á námskeiðinu segir: Leiðtogi.  Þetta er hugtak sem við höfum öll skoðun á, höfum öll upplifað og höfum öll hugmyndir um góða og slæma leiðtoga.  Sum þekkja þetta hlutverk, sum okkar hlakkar til að tækla þetta hlutverk en aðrir fyllast kvíða og forðast það með öllum tiltækum ráðum.
Hvað einkennir góða leiðtoga?  Hvað einkennir slæma?  Er þetta færni sem hægt er að læra og þjálfa sig í?
Að laða fram það besta úr fólki er blanda af fyrirlestri og vinnustofu þar sem lærdómsmarkmið eru:
1. Að þáttakendur öðlast dýpri skilning á hugtakinu leiðtogi
2. Að þáttakendur fá innsýn í eigin leiðtogastíl
3. Að hver fyrir sig öðlist betri aðlögunarhæfni gagnvart ólíku fólki
4. Að þáttakendur öðlist grunninn að þeirri færni að laða fram það besta úr hverjum og einum.
ATHUGIÐ Fimmtudagsfræðslan hefst kl:20:15 þann 8. apríl í Hellusundi 3, námskeiðið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Námskeiðið er 2 klst
_____