Hvernig væri að vera aðeins með einn skattstofn á Íslandi, neysluskatt?
Hvað myndi gerast ef við tengdum krónuna við gullfót?
Verðum við fyrsta landið sem verður eingöngu með rafrænan gjaldmiðil?

Næstkomandi þriðjudag  býður JCI Esja félagsmönnum og gestum á spennandi erindi frá ungum manni sem hefur stóra drauma fyrir Ísland og mun á fundinum leitast við að svara ofantöldum spurningum.

Geir Konráð Theodórsson heldur erindi um Fönixinn óháða efnahagsáætlun sem er ætluð að vera ferskur blær nýrra hugmynda. Má búast við spennandi og skemmtilegum umræðum.

Dagssetning: Þriðjudaginn 9. Febrúar

Staðsetning: JCI Húsið, hellusundi 3

Tími: 20:00 – 22:30

Hægt er að lesa Fönixáætlunina hér

http://freepdfhosting.com/7aff18361c.pdf

Svona eru upphafsorð Fönixáætlunarinnar:

“Þetta er ritað á erfiðum tímum fyrir vora þjóð.

Ríkið, atvinnulífið og fjöldi einstaklinga standa frammi fyrir gríðarlegum skuldum. Efnahagslífið var byggt á brauðfótum, knúið áfram af skuldum og neyslu, og nú virðist ráðaleysi stjórnmálamanna ætla að leiða okkur, börnin okkar og barnabörn, blint í þrælahlekki skulda og skriffinnsku. Á Íslandi ríkir vonleysi.

Ei meir, því uppúr ösku þessa lands mun nýtt og betra þjóðfélag rísa!

Í rúmt ár hef ég leitað að úrræðum fyrir mitt heittelskaða land, og þá reynt að fara út fyrir hinar hefðbundnu lausnir stjórnmálamanna. Á þessum tíma hef ég tekið rjómann af þeim erlendu efnahagshugmyndum og áætlunum sem ég hef fundið, ásamt því að blanda við eigin hugmyndum, sem flestar eiga rætur sínar að rekja til hagfræði af austurríska skólanum. Þetta rit inniheldur kynningu af afrekstrinum, hinn svokallað Fönix, sem áætlun fyrir nýtt Ísland, þar sem jafnrétti, frelsi og skynsemi verða undirstöður þjóðfélagsins. “