GudjonSíðasta miðvikudag var Guðjón Már Guðjónsson Hugmyndaráðuneytinu heiðraður sem “The Outstanding Young Person” ásamt níu öðrum einstaklingum á heimsþingi JCI í Túnis. Guðjón fékk viðurkenningu  í flokki viðskipta og frumkvöðla.  Guðjón er annar “Framúrskarandi ungi Íslendingurinn” sem kemst í 10 manna hóp á Heimsþingi JCI frá því að JCI á Íslandi fór að taka þátt í keppninni. 
Viðurkenningin nefnist á íslensku “Framúrskarandi ungir Íslendingar”  og er Forseti Íslands verndari verðlaunanna.   

Guðjón hefur verið frumkvöðull frá  unglingsárum og látið verkin tala. Hann hefur á sl. 20 árum stofnað um 10 fyrirtæki sem mörg hafa náð langt á sínu sviði.  Guðjón lætur ekki á sig fá þó á móti blási en heldur ótrauður áfram. Með reynslu sinni og innsæi hefur hann lagt mikið af mörkum til hugarfarsbreytinga í íslensku samfélagi á erfiðum tímum. Hann er einn af stofnendum Hugmyndaráðuneytisins sem er miðstöð ungra frumkvöðla sem eru vinna þar að framgangi hugmynda sinna. Nýjasta verkefni Hugmyndaráðuneytisins var Þjóðfundurinn sem haldinn var um  þarsíðustu helgi.

Nánari upplýsingar um verðlaunahafana má finna á: http://www.jci.cc/news/en/14604/%3Cb%3E2009-JCI-TOYP:-Celebrating-the-world%E2%80%99s-top-young-active-citizens%3C/b%3E

 TOYP tilnefningar  í ár  voru  á þriðja hundrað  frá tæplega 100 löndum.

The JCI Ten Outstanding Young Persons of the World