Verðlaunin “Framúrskarandi ungir Íslendingar” eru veitt árlega af JCI Íslandi og eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks á aldrinum 18 til 40 ára sem hafa fengist við krefjandi verkefni. Lögð er áhersla á að verðlauna ungt fólk sem skarað hefur framúr og  gefið af sér til samfélagsins. Jafnframt eiga þessi einstaklingar það sameiginlegt að vera góðar fyrirmyndir annara.     
Í gær fimmtudag, 5. nóvember heiðraði JCI Ísland þrjá framúrskarandi unga Íslendinga, þeir eru:

Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull, fyrir störf á sviði viðskipta og frumkvöðla,

Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður fyrir störf / afrek á sviði menningar,

Völundur Snær Völundarson, meistarakokkur fyrir einstaklingssigra og /eða afrek.

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er verndari verkefnisins og afhenti þessum þremur framúrskarandi ungu Íslendingum verðlaunagripina við hátíðlega athöfn í Hugmyndahúsi Háskólanna. 

toyp2009