menningarnóttAð venju verður mikið um að vera hjá JCI á Menningarnótt.  Við byrjum daginn snemma og ætlum okkur að vera að langt fram á kvöld.  Við komum til með að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Kaffisala verður allan daginn þannig að það er tilvalið að kíkja við, hvíla lúin bein og hita sig upp á rjúkandi kaffi.  Dagskráin er:

Kl. 11.00 opnun heimsíðunnar betrifrettir.is  Í sumar hefur hópur á vegum JCI unnið að gerð heimasíðu sem mun eingöngu vera með jákvæðar fréttir. 

Þema Menningarnætur í ár er húsin í bænum.  Að þessu tilefni verður húsið opið allan daginn og saga hússins kynnt.       

Kl. 13.00 Alþjóðlegur leikur fyrir börn á öllum aldri.
Árni Árnason mun stýra leik sem hentar öllum börnum.         

Kl. 15.00 Dans á vegum alþjóðlegu stúdentasamtakanna Aiesec.  
Félagar frá Aiesec munu sína nokkra skemmtilega Aiesec dansa og fá gesti og gangandi til að taka þátt í dansinum með sér.

Kl. 20.00 – 23:00  Salsa að kvöldi menningarnætur.
JCI í samvinnu við Salsa Iceland bjóða upp á fjöruga salsa stemningu að kvöldi menningarnætur.    Við hvetjum alla til að koma og vera með, þetta er upplagt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og jafnvel að stíga sín fyrstu skref í dansinum.

Við hvetjum alla til að koma við hjá JCI á menningarnótt. ( Hellusundi 3 ) á