Fimmtudaginn 21. maí kl. 15.00 ( uppstigningardagur ) ætlum við í JCI
Esju að vera með kynningu á félaginu og því sem við ætlum að bjóða upp á í sumar.

JCI verður með öfluga dagsskrá í sumar sem hentar einstaklega vel í
ástandinu í dag. Fjölmargir nemendur eru án vinnu og fjöldi útskriftarnema ekki komnir með framtíðarstarf. Í ástandi sem þessu er það gríðarlega mikilvægt fyrir alla að halda sér virkum og taka þátt í uppbyggilegu starfi.

Með því að ganga til liðs við okkur í JCI Esju færð þú tækifæri til að sækja námskeið, vinna að krefjandi verkefnum og almennu félagsstarfi. Allt þetta leiðir til þess að gera þig að betri einstaklingi og um leið
verðmætari vinnukrafti. Meðal þess sem við ætlum að bjóða upp á í sumar er
• Tengslanetsnámskeið
• Platínureglan
• Fundarstjórnun
• Halda góðar kynningar
• Sölunámskeið
• Ræðunámskeið
• Aðstaða til æfinga
• Spennandi verkefni