Mælskukeppni Einstaklinga þriðjudagkvöldið 28.april

Umræðuefnið í ár eru “Virkir samfélagsþegnar” og verkefni þáttakenda er að flytja mælskuræðu sem tjáir þeirra afstöðu til þess hugtaks.

Eina keppnisreglan er eftirfarandi:
Umræðutími eru 5-7min – ef keppandi er undir 5min eða yfir 7min þá er hann sjálfkrafa úr leik.

Að öðru leyti er frjáls túlkun á þessu umræðuefni.

Til mikils er að vinna með því að taka þátt – sigurvegari fær í verðlaun þingpakka á Evrópuþing JCI í Búdapest dagana 10-14 júní og tækifæri til að keppa fyrir hönd JCI Íslands við fulltrúa annarra evrópulanda í Mælskukeppni JCI í Evrópu.

Þetta er því frábært tækifæri til að þjálfa sig í mælskulistinni og allir félagsmenn JCI Íslands eru hvattir til að stíga fram!

Keppnin hefst kl 20:00 og fer fram í KR heimilinu, Frostaskjóli. Gengið er inn um hliðarinngang, og uppá 2.hæð.