Viltu efla hæfileika þína?

JCI (Junior Chamber International) er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára sem hefur áhuga og metnað til að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig.

Undirstaða starfsins er að efla einstaklinga í gegnum námskeið, verkefni og nefndarstörf og gera þá þannig hæfari til að takast á við stjórnun og ábyrgð í athafnalífi og félagsstarfi.

0+
JCI félagar um allan heim!
0+
samfélagsverkefni í gangi
0+
JCI aðildarfélög í heiminum
0
sameiginlegt markmið!

Hvað býður JCI upp á?

Tengslanet

Gott tengslanet er gulls ígildi og getur komið sér vel í ýmsum aðstæðum. Í JCI hefur þú tækifæri til þess að stækka og efla tengslanetið svo um munar.

Alþjóðlegt tengslanet

JCI er alþjóðleg hreyfing með yfir 200.000 félaga í yfir 100 löndum. Þar með gefst þér tækifæri til þess að stækka tengslanetið svo um munar og kynnast félögum bæði hérlendis og erlendis.

Félagsskapur

Í félagsskap eins og JCI kynnist þú fjölda einstaklinga með áhugaverðar og ólíkar skoðanir og spennandi hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd.

Fjöldi skemmtilegra félaga

Í félagsskap eins og JCI kynnist þú einstaklingum með áhugaverðar skoðanir og spennandi hugmyndir. Í alþjóðastarfinu kynnist þú fólki frá ólíkri menningu og eignast vini um allan heim.

Betri þú!

Fólk kemur inn í JCI á mismunandi forsendum en það er eitt sem allir eiga sameiginlegt: að auka færni sína og læra meira um sjálfan sig.

Allir geta bætt sig á einhverju sviði

Að stíga út fyrir þægindarhringinn skilar einhverju töfrandi. Bætt hæfni, reynsla og persónuleg þróun. JCI veitir þér tækifærin, það er þitt að grípa þau.

Ræðumennska

Að halda ræðu er einn stærsti ótti flestra. Með markvissri þjálfun er hægt að gera það að standa fyrir framan fjölda fólks mun auðveldara.

Áratuga reynsla af ræðukennslu

JCI hefur áratuga reynslu af ræðunámskeiðum og hefur boðið meðlimum sínum upp á ræðunámskeið frá stofnun félagsins á Íslandi auk þess að bjóða reglulega upp á opin námskeið.

Fundarstjórnun

Skilvirkir fundir skila meiri árangri! Hefur þú gengið út af fundi og veist ekkert um hvað hann fjallaði eða hann skilaði hann engri niðurstöðu?

Fundarstjórnun og fundaritun

Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund. Með því er hægt að fækka fundum, minnka óþarfa fundarsetu og skila árangri hraðar.

Teymisvinna

Góð teymisvinna er lykillinn að frábærum árangri. Það er ekki sjálfgefið að geta unnið með öðrum en með smá þjálfun eru þér allir vegir færir.

Teymisvinna

Þjálfun í teymisvinnu skilar sér í aukinni færni í samskiptum við ólíka einstaklinga, fá aðra í lið með sér og leiða teymi til árangurs.

100 Years Logo-EN-WhiteJCI á sér yfir 100 ára sögu á heimsvísu.


Allt frá árinu 1915 hefur JCI sameinað hæfileikaríka einstaklinga, leiðtoga og frumkvöðla á aldrinum 18 til 40 ára. Allir þessir aðilar hafa haft það að markmiði að bæta sig og samfélagið sitt. Þeir hafa eflað leiðtogahæfni sína með þjálfun í ræðumennsku, þátttöku og stjórn samfélagsverkefna og með því að efla tengsl sín við aðra einstaklinga.

Fjórar stoðir – eitt markmið!

Samfélagsverkefni

Framúrskarandi ungir Íslendingar

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Blindir sjá – Ljósmyndakeppni

Ljósmyndasamkeppni fyrir blinda og sjónskerta. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á minnihlutahópum á borð við blinda og sjónskerta og vekja fólk til umhugsunar um aðstæður þeirra og réttindum þeirra sem og allra annarra til að taka fullan þátt í þjóðfélaginu.

Nothing but Nets

Nothing but Nets er alþjóðlegt verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. JCI hefur tekið þátt frá 2008 með fjáröflunarverkefnum. Með 10$ framlagi getur þú bjargað mannslífum! Verkefnið hefur þegar sýnt árangur og dregið úr malaríusmitum.