Ræðunámskeið – Ræða I2016-11-28T22:32:03+00:00

Ræða 1 – Ræðunámskeið JCI Íslands

IMG_4244Það er vel þekkt að stærstur hluti fólks á erfitt með að halda ræðu af öryggi og sannfæringu.  Algengasti misskilningurinn er þó að þetta sé á einhvern hátt meðfæddur eiginleiki, að sumir hafi þetta í blóðinu umfram aðra.  Hið rétta er að öll samskipti eru lærð hegðun og það á einnig við um ræðumennsku.

Það sem flesta skortir einfaldlega er fyrst og fremst:

  • leiðsögn
  • æfing
  • uppbyggileg endurgjöf

JCI hreyfingin býður upp á allt þrennt.  

Innihald námskeiðs

Á Ræðu 1 eru þátttakendur þjálfaðir í grundvallaratriðum ræðumennskunnar og fá tækifæri að flytja ræður fyrir hin ýmsu tilefni.  Meðal þeirra má nefna tækifærisræður, mótmælaræður, söluræður og kappræður og eru þátttakendur þjálfaðir jafnframt í líkams- og raddbeitingu, notkun hjálpargagna við flutning o.fl.

Fyrirkomulag

Námskeiðið tekur í heild 6 kvöld og þátttakendur semja og flytja ræður fyrir öll kvöldin utan þess fyrsta.

Æskilegur fjöldi þátttakenda er 8-12 manns á hverju námskeiði. Þess má geta að þetta námskeið er viðurkennt af öllum stéttarfélögum sem veita í mörgum tilfellum styrki fyrir þessu námskeiði.  JCI félögum stendur það hinsvegar til boða innifalið í árs félagsgjaldi.

Skráning

Aðildarfélög JCI Íslands halda Ræðu 1 námskeiðið reglulega. Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að fylgjast með á heimasíðunni og/eða að skrá sig á póstlistann okkar.

Skráðu þig á póstlistann til að fá upplýsingar um næstu námskeið.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]