Erlendir viðburðir á vegum JCI

JCI eru alþjóðleg samtök og einn af kostum þess er að komast á erlenda viðburði með ungu metnaðarfullu fólki. Á hverju ári eru haldin 4 svokölluð álfuþing auk þess er haldið heimsþing. Heimsþingið færist á milli álfanna á hverju ári. Eitt af markmiðum þinganna er að kynna fyrir fólki menningu landsins ásamt matarhefðum og siðum. Því eru þingin mikil upplifun fólk sem vill kynnast mismunandi menningarheimum og fá að upplifa sýn innfæddra á heiminn.

Það er samt meira en bara þing í boði. Hverju ári er haldnar akademíur og námskeið víðsvegar um heiminn sem JCI félögum annarra landa er boðið að taka þátt í. JCI Partnership Summit og European Know-how Transfer veita fágæta sýn inn í vinnu og samskipti þjóða á alþjóðagrundvelli.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um alþjóðaviðburði á http://jcievents.com/

Þing á vegum JCI

Akademíur á vegum JCI

Aðrir áhugaverðir viðburðir