Samstarfsaðilar

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. 6. og 7 bekk í grunnskóla. JCI félagar þjálfa nemendur í framsögu og kynningum í aðdragenda keppninnar sem fram fer að vori.

TEDx Reykjavík

TEDx Reykjavík er sjálfstæður TED viðburður þar sem fólk kemur og deilir sinni “Ted-like” reynslu, fræðir áheyrandann og skilur hann eftir með góð skilaboð. JCI er í samstarfi við TEDx Reykjavík og sér um að þjálfa fólk fyrir kynningarnar.

Félagsmálaskóli alþýðu ASÍ

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.

JCI býður upp á námskeið í fundastjórnun og fundaritun.

Prentlausnir

Prentlausnir bjóða upp á alhliða prentlausnir og hraða þjónustu. Prentlausnir er góður samstarfsaðili JCI.

AIESEC

AIESEC gefur ungmennum tækifæri til að gerast heimsborgarar, hafa áhrif á heiminn og öðlast hagnýta reynslu og færni sem skiptir máli í dag. Markmið Aiesec er að stuðla að friði og skapa fólki tækifæri til að nýta hæfileika sína til hins ítrasta.

JCI er samstarfsaðili AIESEC.

Prentlausnir

JCI er alþjóðlegur samstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna og er samstarfið sterkt. Merki sameinuðu þjóðanna er einnig að finna í merki JCI hreyfingarinnar.

Samstarfsaðilar – Verkefnið Blindir sjá

Prentlausnir
Merking
Menningarnótt 2015
Nýherji
Össur

Samstarfsaðilar – Verkefnið CYEA

Prentlausnir
Arion banki
Viðskiptaráð Íslands
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Gló