Framboð Viktors Ómarssonar til heimsforseta JCI 2023

Framboð Viktors Ómarssonar

til heimsforseta JCI 2023

Viktor Ómarsson

Frambjóðandi til heimsforseta JCI

  • Gekk inn í JCI 2010

  • Aðildarfélag JCI Reykjavík

  • Framkvæmdarstjóri Fylgi ehf.

  • Stjórnmálafræðingur frá HÍ og Markþjálfi

  • JCI Ferill

    2019 JCI Executive Vice President – assigned to Europe
    2018 JCI Strategic Planning Committee Member
    2017 JCI Vice President – assigned to Austria, Belgium, Germany, the Netherlands and Switzerland
    2016 JCI European Development Council (EDC) Chairperson
    2015 JCI European Development Council (EDC) Treasurer
    2014 JCI Iceland National Treasurer / Assistant to EDC
    2013 JCI European Development Council (EDC) Councillor
    2012 JCI Iceland National President
    2011 JCI Reykjavík Local President

Viktor Ómarsson

Viktor Ómarsson (Senator #73511) er fæddur 17.júní 1983. Hann er stjórnmálafræðingur frá HÍ og er eigandi og framkvæmdastjóri fjármála- og bókhaldsfyrirtækisins Fylgi. Viktor er í sambúð með Elizes Low.

Viktor Ómarsson gekk til liðs við JCI Reykjavík í apríl 2010, fór á JCI European Academy sama ár og varð forseti JCI Reykjavíkur  árið 2011. Árið 2012 gegndi hann embætti landsforseta JCI á Íslandi og hefur síðan þá gegnt mismunandi störfum bæði innan JCI á Íslandi, fyrir JCI Evrópu og JCI á heimsvísu.

Árið 2016 starfaði Viktor sem formaður þróunarráðs JCI Í Evrópu og leiddi þar teymi félaga sem einbeitti sér að vexti og þróun JCI í Evrópu, þar á meðal stofnun nýrra landssamtaka.  Árið 2017 starfaði hann sem alþjóðlegur varaforseti JCI (VP), hann hafði þá umsjón með Austurríki, Belgíu, Þýskalandi, Hollandi og Sviss. Árið 2019 var hann kosinn alþjóðlegur framkvæmda forseti JCI (EVP) og hafði umsjón með Evrópu. Það var í annað sinn sem JCI Ísland átti félaga í því embætti, en árið 1983 gegndi Andrés B. Sigurðsson (fyrrum forstjóri Ormsson) því embætti í fyrsta sinn fyrir hönd Íslands. Árið 2020 starfaði Viktor sem aðstoðarmaður heimsforseta og var þá meðal annar með yfirsjón yfir öllu alþjólegu nefndarstarfi JCI. Viktor sinnti síðan stöðu gjaldkera JCI árið 2021 og í ár starfar hann í  annað sinn í stefnumótunarnefnd JCI sem vinnur að nýrri stefnu fyrir heimshreyfinguna.  Viktor hefur nú tilkynnt framboð sitt til heimsforseta JCI fyrir árið 2023. Framboðið hefur verið kynnt á öllum fjórum svæðisþingum JCI. Viktor hefur lagt mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika í störfum sínum á alþjóða vettvangi og liggja áherslur hans á komandi ári ekki síst á þeim vettvangi. 

Viktor hefur sótt mikinn fjölda alþjóðlegra JCI viðburða, þar á meðal 23 svæðisþing og 10 heimsþing. Hann hefur verið leiðbeinandi og þjálfari síðan 2011 og haldið námskeið út um allan heim í hópastarfi, markmiðasetningu, stefnumótun, samskiptum, ræðumennsku, leiðtogaþjálfun, árangursríkum fundum og þingsköpum.

Um JCI Ísland: 

Þann 5. september árið 1960 var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum stofnfundur félags ungra kaupsýslumanna (Junior Chamber of Commerce). Á þessum fundi var ákveðin stofnun félags sem hlaut nafnið Junior Chamber of Iceland. Fyrsta stjórn hreyfingarinnar var skipuð Ingvari Helgasyni sem var formaður og með honum í stjórn voru Hjalti Pálsson, Erlendur Einarsson, Haraldur Sveinsson og Ásmundur Einarsson. Árið 1967 var sögulegt í þróun hreyfingarinnar á Íslandi. Þá var tekin ákvörðun um stofnun aðildarfélaga. Þann 14. september 1967 var stofnað fyrsta aðildarfélagið í Stapanum, þ.e. JC Suðurnes. 10. október sama ár var síðan JC Reykjavík stofnað á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu. Stofnun JC Reykjavíkur yfirtók starfsemi þá sem áður var í JC Íslandi. 

Eftir stofnun þessara aðildarfélaga og kosningu stjórna innan þeirra var fyrri stjórn JC Ísland orðin Landsstjórn og sameiningartákn. Á næstu árum fjölgaði aðildarfélögum í hreyfingunni og starfið varð markvissara. Nefndarstarf og verkefni fóru að skila félögunum reynslu og kynningu í þjóðfélaginu. Námskeiðahald í því formi sem við þekkjum í dag hófst árið 1968 með því að Ólafur Stephensen semur ræðunámskeið með aðstoð Richards Sewell félaga í Toastmasters á Keflavíkurflugvelli og var það fyrst haldið í febrúar 1969 hjá Toastmasters og fór það fram á ensku. Í þessi rúmlega 50 ár hefur JCI Ísland veitt félögum sínum þjálfun og reynslu í ræðumennsku, fundarstjórn, fundaritun og verkefnastjórnun. JC félagar á Íslandi tóku þátt í að koma á fót ræðukeppni framhaldsskólanna sem í dag er nefnd MORFÍS. 

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er viðurkenning og hvatning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni. Verkefnið er 20 ára í ár en verðlaunin hafa verið veitt á Íslandi samfellt síðan 2002. Sjá nánar: https://framurskarandi.is/ Verðlaunin eru partur af alþjóðlegri viðurkenningu sem JCI stendur fyrir um allan heim til að vekja athygli á því sem er vel gert og einnig til að hvetja annað ungt fólk til dáða. Erlendis eru verðlaunin nefnd TOYP verðlaun sem stendur fyrir “The Outstanding Young People of the World” 

Í fjölda ára hafa JCI og Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna verið í góðu samstarfi. Á hverju ári fær JCI það skemmtilega verkefni að efla færni þátttakenda við að koma hugmyndum sínum á framfæri í ræðuformi. 

JCI er vettvangur til að næla sér í dýrmæta reynslu með virkri þátttöku í starfinu, hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér. 

Alþjóðlegir framkvæmdavaraforsetar frá JCI Íslandi hafa verið: Viktor Ómarsson (2019) og Andrés B. Sigurðsson (1983) Andrés bauð sig fram til heimsforseta 1983. 

Alþjóðlegir varaforsetar frá JCI Íslandi hafa verið: Viktor Ómarsson (2017), Arna Björk Gunnarsdóttir (2009), Bjarni H. Ingibergsson (1998), Lilja Viðarsdóttir (1996), Árni Þór Árnason (1987), Andrés B. Sigurðsson (1982) og Ólafur Stephensen (1971)

Á Landsþingi 2004 var nafni hreyfingarinnar breytt úr Junior Chamber Ísland í Junior Chamber International Ísland og var það gert í takt við önnur aðildarlönd JCI. 

Höfuðstöðvar Junior Chamber Íslands eru að Hellusundi 3 í Reykjavík. 

Nánar um JCI Ísland á vefnum www.jci.is 

Um JCI: 

Saga JCI hófst með Henry Giessenbier Jr., ungum manni sem býr í St. Louis, Missouri, Bandaríkjunum, á tímum ótrúlegs vaxtar og breytinga. Giessenbier gerði sér grein fyrir hæfileikum og áhuga unga fólksins í kringum sig og sá fyrir sér þá jákvæðu breytingu sem þeir gætu skapað ef þeir hefðu réttu úrræðin. Til að útvega þessi verkfæri stofnaði hann árið 1915 fyrstu JCI hreyfinguna á St. Louis svæðinu. Það sem byrjaði sem staðbundin hreyfing dreifðist hratt út. Ungt fólk víðsvegar um Bandaríkin og síðan um allan heim sameinuðust til að skapa jákvæða krafta í samfélögum sínum á staðbundnum, innlendum og alþjóðlegum mælikvarða. 

JCI félagar hafa tækifæri til að gegna staðbundnum, innlendum og alþjóðlegum leiðtogastöðum, innan hreyfingarinnar. Hugmyndafræði JCI „Eitt ár til forystu“ gerir félögum kleift að deila hæfileikum sínum og fersku sjónarhorni með hreyfingunni á sama tíma og hún lagar sig stöðugt að þörfum meðlimanna. JCI sameinar einstaklinga á aldrinum 18-40 ára frá öllum heimshornum. 

Í meira en 100 ár hefur JCI styrkt ungt fólk um allan heim til að verða betri leiðtogar. Stofnendur JCI vissu að viska kemur ekki bara með aldrinum – hún er fengin með þekkingu og tilfinningum. Þeir vissu að ungt fólk hafði ástríðu og aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurftu til að skipta máli – þeir þurftu bara réttu úrræðin. 

JCI sameinar meðlimi frá meira en 100 löndum til virkrar þátttöku í samfélagi sínu. 

Hjá JCI finna félagar tækifæri sem þeir geta ekki fundið annars staðar: dýrmæta þjálfun, tækifæri til að leysa raunveruleg vandamál í samfélögum sínum og alþjóðlegt net meira en 200.000 ástríðufullra ungra leiðtoga sem styðja hvor aðra og skapa mikilvæg tengsl. 

Nánar um JCI á vefnum www.jci.cc

Ef þú vilt styrkja framboð Viktors getur þú lagt inn á:

Reikningsnúmer: 0516-04-762108

Kennitala: 630683-0929

IBAN nr.: IS840516047621086306830929

Swift: GLITISRE

Íslandsbanki
Hagasmári 3
201 Kópavogur