Það sem skiptir máli: Fordómar á Íslandi


divers

Fordómar á Íslandi, birtingarmyndir þeirra og hvað er til ráða?

Vissir þú að 70% innflytjenda á Íslandi segist hafa fundið fyrir fordómum í samfélaginu?

Talið er að hátt í 1 af hverjum 4 þurfi að kljást við geðsjúkdóma á einhvertímann á lífsleiðinni. Þrátt fyrir það eru ennþá miklir fordómar gagnvart geðsjúkdómum.

Fordómar geta verið viðkvæmt umræðuefni og margir forðast að ræða þá, bæði sína eigin og annarra. Íslendingar telja sig vera opna og fordómalausa þjóð, en þegar betur er að gáð leynast fordómar víða. Birtingarmyndir fordóma geta verið margskonar og jafnvel duldar og því átta sig ekki allir á vandamálinu sem er til staðar.

Við viljum vekja athygli á þessu samfélagsmeini og tala um það sem skiptirmáli, opna umræðuna enn frekar og leita lausna.
Yfirskrift viðburðarins er „Fordómar á Íslandi, birtingarmyndir þeirra og hvað er til ráða?“

Við ætlum að fá fyrirlesara til að vera með stutt erindi fyrir okkur og í framhaldinu ætlum við að opna fyrir umræður. Þá geta gestir spurt spurninga, lýst sinni upplifun af fordómum á Íslandi og hvað það telur að sé til ráða.
Fordómar varða okkur öll, við erum öll hluti af vandamálinu en við þurfum líka öll að vera hluti af lausninni.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

hér er viðburðurinn á facebook, meldið ykkur hér og bjóðið vinum ykkar!
https://www.facebook.com/events/774565332680407/

Dags. og tími:
07. Jun 2016
20:00 - 22:00

Staður:
Stúdentakjallarinn

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: