Sameiginlegur félagsfundur 16. mars 2016!


jciísl

Þér er boðið á sameiginlegan félagsfund!
16. mars 2016 kl. 20, Betrunarhúsinu Garðatorgi, Garðabæ
Miðvikudaginn 16. mars ætla aðildarfélög JCI Íslands að halda sameiginlegan félagsfund. Boðið verður upp á skemmtilega fræðslu, góðan félagsskap og gómsætar veitingar. Þátttaka er ókeypis!Á fundinum mun Anna Sigríður Hafliðadóttir kynna fyrir okkur fyrirtæki sitt, www.hennar.is sem er nýr hvetjandi vefmiðill fyrir konur. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir – endilega bjóðið vinum og vandamönnum að kíkja á fundinn með ykkur.

Um fyrirlesarann:
Anna Sigríður Hafliðadóttir er 31 árs gömul Reykjavíkurmær. Hún lauk M.S. gráðu í Marketing communication management frá Copenhagen Business School og stundar nú B.S. nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands ásamt því að taka viðbótardiplómu í fjölmiðla- og boðskiptafræði. Anna Sigríður tók þátt í Gullegginu í ár ásamt Hörpu Þrastardóttur með hugmynd að vefmiðlinum Hennar.

Um vefmiðilinn Hennar:
“Ísland – best í heimi fyrir konur!”. “Best í heimi” má ennþá bæta. Lítil umfjöllun í fjölmiðlum um afrek kvenna, útlitsdýrkun fjölmiðla og niðurlægjandi efni ætlað konum getur ekki annað en haft neikvæð áhrif. Hennar.is er afþreyingar- og þekkingarvefmiðilll sem hvetur konur til enn frekari afreka. Hennar mun birta hvetjandi og jákvæða umfjöllun um konur fyrir konur. Markmið Hennar er að auðvelda aðgengi kvenna að kvenfyrirmyndum, gagnlegum verkfærum og þekkingu ásamt því að hvetja konur til að taka skrefið. Við trúum að með réttu verkfærunum, þekkingunni, fleiri kvenfyrirmyndum og hvatningu munu konur frekar stíga út fyrir þægindarammann og grípa tækifærin sem gefast.

Kíktu til okkar næstkomandi miðvikudagskvöld í Betrunarhúsið Garðatorgi, Garðabæ. Salurinn er inni á Garðatorgi og gengið er inn hjá versluninni Víði.
Við hlökkum til að sjá þig!

Kveðja,
Skipuleggjendur.

Dags. og tími:
16. Mar 2016
20:00 - 22:00

Staður:
Betrunarhúsið, Garðatorgi

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: