Ræða 1 – Grunnnámskeið JCI Íslands í ræðumennsku


Ræða 1

Ræðunámskeið JCI Íslands.

Kannastu við tilfinninguna áður en þú ert að fara að halda kynningu í skólanum eða í vinnunni?

Ertu stressuð/stressaður yfir því að fara með ræðu eða halda kynningu?

Á Ræðu 1 eru þátttakendur þjálfaðir í grundvallaratriðum ræðumennskunnar og fá tækifæri að flytja ræður fyrir hin ýmsu tilefni.  Meðal þeirra má nefna tækifærisræður, mótmælaræður, söluræður og kappræður og eru þátttakendur þjálfaðir jafnframt í líkams- og raddbeitingu, notkun hjálpargagna við flutning o.fl.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er 6 kvöld og þátttakendur semja og flytja ræður fyrir öll kvöldin utan þess fyrsta. Kennt verður á þriðjudögum í JCI húsinu sem eru staðsett í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hellusundi 3. Fyrsta kvöldið verður 11. febrúar og það síðasta 17. mars 2020. Til að geta útskrifast þurfa einstaklingar að mæta á amk 5 af 6 kvöldum.

Æskilegur fjöldi þátttakenda er 12 manns á hverju námskeiði. Námskeiðið kostar 55.000 eða skuldbinding um að greiða félagsgjōld JCI Íslands í ár. Ef einstaklingar eiga gjafabréf þá er hægt að nota það. Einstaklingar eru beðnir um að hafa sambanbd við jci@jci.is ef þeir eru með gjafabréf frá JCI varðandi Ræðu 1.

Þess má geta að þetta námskeið er viðurkennt af öllum stéttarfélögum sem veita í mörgum tilfellum styrki fyrir þessu námskeiði.  JCI félögum stendur það hinsvegar til boða innifalið í árs félagsgjaldi.

Aðildarfélög JCI Íslands halda Ræðu 1 námskeiðið reglulega og eru hvetjum félagsmenn sem og aðra hvattir til að fylgjast með á heimasíðunni. www.jci.is

Ef einhverjar spurninga vakna, endilega sendu fyrirspurn á netfangið jci@jci.is.

kv. Alma Sigurvinsdóttir.
Landsritari 2020.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
11. Feb 2020 - 17. Mar 2020
20:00 - 22:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: