Námskeið: Personal Leadership Academy 2012


Helgina 27. til 29. janúar stendur JCI Íslands fyrir einstöku helgarnámskeiði með erlendum leiðbeinanda. 

Gert er ráð fyrir því að hittast í Hellusundi seinnipartinn á föstudeginum. Þaðan förum við út úr bænum og komum aftur seinnipartinn á sunnudeginum.

Allir sem hyggjast taka þátt í þessu námskeiði eru látnir taka persónuleikapróf frá Insights í aðdraganda námskeiðisins. Alla helgina er svo unnið með niðurstöðurnar úr þessu prófi.

Á námskeiðinu verður kafað djúpt ofan í hina ýmsu samskiptastíla og persónueinkenni en læra þátttakendur að vinna með eigin styrkleika og veikleika auk þess sem þeir læra að vinna betur með öðrum og læra að haga samskiptum sínum þannig að þau skili meiri árangri.

Námskeiðið verður haldið fyrir utan höfuðborgina. Við förum á föstudegi út úr bænum og komum aftur á sunnudeginum.

Verðið fyrir námskeiðið er 28.000 kr en þeir sem vilja geta fengið að skipta greiðslunni eitthvað niður.

Innifalið í námskeiðinu er:
– Insights persónuleikapróf og skýrsla
– Gisting
– Matur
– Námskeiðsgögn

Leiðbeinandi er Lars Christian Erikson, CNT, frá Danmörku en honum til aðstoðar verða Tryggvi Freyr Elínarson og Viktor Ómarsson

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Viktori í síma: 694 7353

Skráðu þig endilega hér að neðan en þar sem kerfið er nýtt vil ég biðja þig að senda líka póst á namskeid@jci.is með upplýsingum um nafn, netfang og símanúmer.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
27. Jan 2012 - 29. Jan 2012
All Day

Staður:
Út í óvissuna - Hist í JCI húsinu

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: