Nýliðanámskeið – Kvöld 4 af 4


Kvöld 4 – Skipulagning viðburða

Hvort sem stefnt er að því að halda lítinn eða stóran viðburð þarf alltaf að huga að skipulagninu eigi vel til að takast. Á þessu námskeiði verður farið ofan í saumana á því sem kallað er “best practises” þegar skipuleggja á viðburð. Við munum skoða tímaferla og áætlanagerð, hvernig markmið eru skilgreind fyrir mismunandi viðburði, hvernig kynningar- og markaðsstarfi er háttað og fleiri mikilvæga þætti í ferlinu. Jafnframt munum við sjá hvernig sú þekking sem þú öðlaðist á kvöldi 2 og 3 fléttast hér inn og spilar mikilvæga rullu í undirbúningi og skipulagningu viðburða.

Eftir að námskeiðinu lýkur gefst nemendum kostur á að ganga inn í JCI. Þá er haldið partý þar sem við fögnum áfanganum (að hafa lokið námskeiðinu með glæsibrag). Partýið er opið öllum JCI félögum svo þeir sem eru á námskeiðinu geta kynnst félaginu.

Upplýsingar um hin kvöldin:
Kvöld 1 – Kynningarkvöld
Kvöld 2 – Árangursríkt hópastarf
Kvöld 3 – Skilvirkir fundir
Kvöld 4 – Skipulagning viðburða

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
10. Sep 2012
20:00 - 22:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: