Mótum saman framtíð JCI Íslands


Stefnumótunarfundur JCI Íslands. Hvar viljum við vera eftir þrjú ár, hvernig á JCI Ísland að vera, hvað viljum við vera að gera og viljum við ekki gera. Þetta eru allt mikilvægar spurningar sem við ætlum að svara saman á stefnumótunarfundi JCI Íslands.

Sunnudaginn 12. Ágúst í JCI húsinu klukkan 13:00-16:00 ætlum við að hittast í JCI húsinu og ræða saman framtíð JCi Íslands.

Á hverju ári endurskoðar JCI Íslands stefnu hreyfingarinnar sem mótuð er til þriggja ára í senn.

Okkur finnst mikilvægt að sem flestar raddir og sjónarmið fái að heyrast, því það eru félagar sem móta starfið og starfið á að snúast um félaga.

Því viljum við boða JCI félaga á fund þar sem við vinnum nokkur verkefni með það að markmiði að safna upplýsingum frá félögum. Upplýsingarnar verða svo notaðar til mótunar á stefnu JCI Íslands sem rædd verður á landsþingi og samþykkt á FS fundi að hausti.

Dags. og tími:
12. Aug 2018
13:00 - 17:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: