Mælskukeppni einstaklinga


Glæsilegur farandbikar sem sigurvegarinn fær í hendurnar!

Íslandsmeistaramót JCI í mælsku og ræðumennsku 
Laugardaginn 16. mars kl. 13:45
KR, Frostaskjóli 

English below

Við hvetjum alla til að mæta og fylgjast með spennandi keppni milli 7 frambærilegra ræðumanna!

Umræðuefnið í ár eru kjörorð heimsforseta JCI, “Dare to act” eða “Taktu af skarið” á góðri íslensku. Verkefni þátttakenda er að flytja mælskuræðu sem tjáir þeirra afstöðu til þess hugtaks. Leyfilegt er að halda ræðurnar á íslensku eða ensku.
Eina keppnisreglan er sú að umræðutími er 5-7 mínútur – ef keppandi er undir 5mín eða yfir 7mín þá fellur hann sjálfkrafa úr leik.

Markmiðið með mælskukeppninni er að þjálfa einstaklinga í mælsku, veita þeim tækifæri til að standa einir að málflutningi og gefa þeim möguleika á að taka þátt í ræðukeppnum á alþjóðavísu.

Það er mikill spenningur í loftinu, aðildarfélögin héldu sínar undankeppnir en alls munu sjö félagar taka þátt í keppninni. Það er líka til mikils að vinna því sigurvegarinn fær tækifæri til að keppa fyrir hönd JCI Íslands við fulltrúa annarra evrópulanda í Mælskukeppni JCI í Evrópu og hlýtur þar að auki þingpakka á Evrópuþingið í Monte Carlo í júní.

Keppnin er haldin í KR heimilinu, Frostaskjóli, gengið er inn um hliðarinngang og upp á 2. hæð.
Mæting er kl. 13:45 en keppnin hefst kl. 14:00 stundvíslega.

Í hnotskurn:
Hvað: Mælskukeppni einstaklinga
Hvar: KR heimilinu, Frostaskjóli, gengið inn um hliðarinngang og upp á 2. hæð
Hvenær: Laugardaginn 16. mars 2013, mæting kl. 13:45

—————

JCI Iceland Public Speaking Championship
Saturday March 16th at 13:45
at KR, Frostaskjól 

We encourage you to come and watch the seven presentable speakers competing to be the JCI Icelandic Public Speaking Champion 2013. 

This years topic is the 2013 slogan of JCI, “Dare to act”. Speakers can interpret the topic in their own way but the speech must be between 5-7 minutes long. If it is under 5 mins or over 7 mins the speaker is automatically disqualified. The speeches can be held in Icelandic or English (The Icelandic for “Dare to act” is “Taktu af skarið”).

The purpose of a competition like this is to give members opportunity to practice public speaking, give them a chance to work on their own with their speech and to give an opportunity to participate and compete in an international public speaking competition.

There is a lot of excitement in the air because there are seven members competing and the chapters have held their preliminary competitions. There is also a lot in stake because the winner will have the opportunity to compete on behalf of Iceland to become the JCI European champion and win a conference package for the European Conference in Monte Carlo in June.

The competition takes place in home of KR at Frostaskjól (side entrance and then on the 2nd floor).

The competition starts precisely at 14:00 so be there at 13:45

What: JCI Iceland Public Speaking Championship
Where: KR, Frostaskjól (side entrance and then on the 2nd floor)
When: Saturday March 16th at 13:45

Dags. og tími:
16. Mar 2013
13:45 - 16:30

Staður:
KR Heimilið - Frostaskjóli

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: