Lauguþing


Jæja elskurnar,
í amstri dagsins og ástandi heimsins er mikilvægt að lyfta sér upp, koma saman með góðu fólki og eiga góða stund. Fyrir þau okkar sem komumst ekki í árlega strandarferð þá höfum við ákveðið að halda Lauguþing á Costa Del Laugarvatni til heiðurs góða veðursins og verður það með karabísku melónuþema í ár. Þessi viðburður er af sjálfsögðu gerður og haldinn til þess að koma hópnum saman og halda viðburð sem er sambærilegur Landsþingi síðustu ára, þar sem það er nú haldið með sérstöku sniði í ár.
Nánari upplýsingar má finna á www.jci.is/lauguthing og vonumst til þess að sjá sem flesta.

Tveggja

29500krá mann

Einstaklings

37500krmonthly
Hittumst öll á Laugarvatni
Niðurtalningin er hafin
0
0
0
0
Days
0
0
Hrs
0
0
Min
0
0
Sec

Staðsetning

Laugarvatn

Af hvejru Laugarvatn? Laugarvatn liggur fallega undir Laugarvatnsfjalli á einum fallegasta stað Íslands. Menntun, heilsa, saga og náttúra leika hér saman leik þar sem öllum er boðið að taka þátt. Frá Laugarvatni ertu ekki nema 30 mínútur að keyra að Gullfossi og Geysi, Þingvöllum, Reykholti og Laugarási, Selfossi og fleiri perlum Suðurlands. Fallegur gróður, heitu böðin, náttúran, maturinn og þægilegt aðgengi gerir Laugarvatn einstakt.

Héraðsskólinn

Af hvejru Héraðsskólinn? Þetta fallega hús var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem teiknaði einnig Hallgrímskirkju og margar af fallegustu byggingum landsins. Héraðsskólinn er tilvalin staðsetning fyrir viðburði og má þar finna biljarðborð, yoga sal, þægileg sameiginleg rými, bar, veitingastað og þægilega gistingu. Margir af okkar frægustu og kærustu Íslendingum hafa átt tengingu við Hérðaðsskólan og má þar nefna Halldór K. Laxness sem ritaði hluta af sínum bókum einmitt í þessari fallegu byggingu. Ein af ritvélum Halldórs býður gestum góðan daginn þegar labbað er inn í Héraðsskólann. Byggingin geymir rólega og þægilega orku sem endurspeglast í fallega bænum á Laugarvatni.

Dagskrá

28/8/2020

15:00 Mæting
19:00 Kvöldmatur
21:00 Leikir & skemmtun
23:00 Partý

29/8/2020

09:00 Morgunmatur
11:00 Morgunæfingar
12:00 Hádegismatur
13:00 Námskeið
14:30 Afslöppun eða leikir
16:00 Skoðunarferð
19:00 Kvöldmatur
21:00 Uppákomur
22:00 Partý

30/8/2020

09:00 Morgunmatur
11:00 Check out
12:00 Fontana (kostar auka)

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
28. Aug 2020 - 30. Aug 2020
00:00

Staður:
Héraðsskólinn

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: