Hugleiðslu hittingar


Í JCI eru margir áhugasamir um jákvæð áhrif þess að hugleiða, því höfum við ákveðið að hafa vikuleg hugleiðslu kvöld þar sem ýmiskonar fræðsla verður ásamt leiddri hugleiðslu í hvert skipti.

Byrjað er að kenna hugleiðslu í ýmsum leiðtogaþjálfunum, margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif hugleiðslu á heilsu og hamingju almennt. Virk ástundun eykur einbeitingu, sjálfstjórn og veitir aukna orku ásamt því sem þú kynnist sjálfum þér á nýjan hátt.

Það er ekki hægt að hugleiða rangt, það eru allir færir um að hugleiða!

Gott er ef fólk kemur með teppi og/eða kodda með sér svo hægt sé að hafa það sem þægilegast, annars er vel hægt að sitja bara í stólum.

Fyrir skeptíska eru hér 2 linkar á rannsóknir og áhugaverðar staðreyndir um hugleiðslu – auk þess sem google er auðvitað stút fullt af efni um þetta!

http://www.psychologytoday.com/articles/200304/the-benefits-meditation

http://well.blogs.nytimes.com/2011/01/28/how-meditation-may-change-the-brain/

Dags. og tími:
26. Aug 2012
20:00 - 21:30

Staður:
Hugleiðsla

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories