Hausthristingur


Hausthristingur

Hausthristingur er skemmtileg örakademía með óhefðbundnu sniði.

Þú sem þátttakandi færð tækifæri til að miðla efni – og þú færð tækifæri til að njóta og fræðast af reynslu og þekkingu annarra.

Þér býðst að koma fram með efni – sem passar inn í 30 mínútna ramma – um hvað sem er á milli himins og jarðar. Já, hvað sem er sem hægt er að miðla til annarra fróðleiksþyrstra þátttakenda. Það er ekki skylda að koma með efni, það má líka njóta. En að sjálfsögðu skorum við á alla að segja frá einhverju 😉

Allir hafa eitthvað fram að færa sem aðrir geta lært af, hversu stórt eða lítið það er (eða virðist vera). Það sem fyrir einum er eðlislægt getur verið gáta fyrir öðrum og hjálpar þá til að fá leiðsögn eða frásögn af hvernig það var framkvæmt. Einnig má koma með óskir um efni á staðnum.

Yfirlit

  • Fyrirlestrar frá 12:30
  • Kvöldverður um kl. 19-20:30
  • Partý kl. 21 (BYOB)

ATH það er hægt að koma hvenær sem er yfir daginn EN þú færð mest út úr því að vera allan daginn 😉

Verð: Kvöldverður á eigin vegum

Fyrirkomulag (með fyrirvara um breytingar):

  • 12:30 – Mæting – fyrirkomulag útskýrt, fyrstu viðfangsefni dagsins ákveðin
  • 13:00 – 14:40 – Fyrstu erindi dagsins (30 mín hver, 5 mín pása á milli)
  • 14:40 – 15:00 – Kaffipása og næstu viðfangsefni dagsins ákveðin
  • 14:00 – 16:40 – Næstu þrjú erindi (30 mín hver, 5 mín pása á milli)
  • 16:40 – 17:00 – Kaffipása og næstu viðfangsefni dagsins ákveðin
  • 17:00 – 19:15 – Næstu 3-4 erindi (30 mín hver, 5 mín pása á milli)
  • 19:15 – 20:30 ca. – Kvöldverður. Sækjum okkur mat eða förum saman á stað í nágrenni JCI hússins
  • 20:30 – 00:00 – Partý, BYOB!

 

Skráning:

Viðburðurinn er öllum opinn – vinsamlega skráðu þig í formið hér fyrir neðan EÐA sendu mér tölvupóst á lauga@jci.is

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
26. Aug 2017
12:30 - 23:30

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: