Fundarritun – Námskeið


Námskeið í Fundarritun verður haldið fimmtudagskvöldið 10. nóvember og mánudagskvöldið 14. nóvember

Takmarkaður sætafjöldi (12 sæti)

Um námskeiðið:

Flesta fundi þarf að rita. Þegar slíkt er ekki gert eða illa gert þá lýsir það sér í löngum fundarsetum sem nánast eru til einskis þar sem fundirnir skilja lítið eftir sig og ákvörðunum og framkvæmdum er illa fylgt eftir.

Þetta námskeið þjálfar þátttakendur til að geta verið fundarritarar á öllum fundum, allt frá stórum aðalfundum niður í einfalda fundi hjá nefndum eða vinnuhópum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti skráð gerðir funda beint í fundagerðabók til upplestrar og samþykktar í fundarlok. Einnig er farið yfir önnur atriði sem eru gagnleg öllum þeim sem sitja, rita og stjórna fundum.
Námskeiðið er tvö kvöld, 10. og 14. nóvember 2016.

Í dag nota flestir tölvu en það er gott að geta mundað pennann

Í dag nota flestir tölvu en það er gott að geta mundað pennann

Leiðbeinendur eru Arna Björk Gunnarsdóttir og Eyvindur Elí Albertsson.

Námskeiðið er haldið í JCI húsinu, Hellusundi 3

Vinsamlegast skráið ykkur á skráningarforminu hér að neðan. Hægt verður að skrá sig á biðlista eða senda fyrirspurnir á eyvindur.albertsson@jci.is

Hvað: Námskeið í fundarritun
Hvenær: tvö kvöld, 10. og 14. nóvember, klukkan 20-22
Hvar: JCI húsinu, Hellusundi 3
Hverjir: Opið öllum JCI félögum

Skráning

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
10. Nov 2016 - 14. Nov 2016
20:00 - 22:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: