Framtíðarstarfið – að taka fyrstu skrefin (vinnustofa)


Á þessari vinnustofu munum við kynna GROW módelið og hvernig það nýtist til að setja stefnuna á framtíðarstarfið. Við munum skoða helstu áskoranir, hvaða möguleikar eru í stöðunni og taka fyrstu skrefin til að landa draumastarfinu.

Vinnustofan tekur u.þ.b. 2 klst og fer fram á staðnum í JCI húsinu, Hellusundi laugardaginn 27. febrúar n.k. kl. 13-15. ATH frestast um viku, var áður áætlað 21. febrúar.

Takmörkuð sæti verða og miðað við 10 þátttakendur ásamt 2 leiðbeinendum. Sóttvarna verður gætt og þátttakendur beðnir um að koma með grímur. Ekki verður nauðsynlegt að vera með hana allan tímann þar sem tryggt verður 2m bil. Ef aðstæður breytast verður vinnustofan færð yfir á rafrænt form. Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið þær á Margréti Helgu leiðbeinenda á maggahg@gmail.com.

*Þessi vinnustofa er haldin í samstarfi við Framadaga. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur séu stúdentar en þurfa þó að vera á aldrinum 18-40 ára.
**Þátttaka er ókeypis og þú þarft ekki að vera félagi í JCI til að skrá þig.
***Ef þú vilt taka eitthvað sérstakt fram endilega setja það í ,,comment” í skráningarforminu hér að neðan.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
27. Feb 2021
13:00 - 15:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: