Ferilskrár fyrir lengra komna – hvernig á að gera ferilskrá sem skilar árangri? – frítt örnámskeið í boði JCI


Á þessu kvöldi verður farið yfir lykilatriði í betri ferilskrám.

Ef þú hefur allt gott fram að bjóða en færð ekki viðtal fyrir draumastarfið þá er þetta námskeið fyrir þig!

Helstu sem farið verður yfir eru:

  • Samantektir á ferilskrám
  • Lýsingar í starfsferli
  • Tæknikunnátta í lýsingum
  • Reynsla á öðrum sviðum

Leiðbeinandi er Þórey Rúnarsdóttir sem lauk BA námi í hagfræði árið 2010 og meistaranámi í Computational Finance árið 2015 frá Royal Holloway, University of London. Í dag starfar hún sem sérfræðingur í gagnavísindum.

Þekkinguna á árangursríkum ferilskrám aflaði hún sér úr bæði bókum og námskeiðum erlendis sem hún nýtti sér síðar með frábærum árangri.

Gert er ráð fyrir að fólk hafi áður gert ferilskrá fyrir sig en vanti stigsmuninn til þess að komast í gegnum síuna og vera boðuð í viðtal.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
15. Feb 2018
19:00 - 21:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: