Félagsfundur JCI Esju 24. júní – stútfull dagskrá af góðgæti!


Félagsfundur JCI Esju verður haldinn þriðjudagskvöldið 24. júní kl. 20 í JCI húsinu, Hellusundi 3. Allir velkomnir. Dagskráin er fróðleg, góð og skemmtileg, kaffi og veitingar veittar í hléi og góður félagsskapur allt kvöldið.

Gestur fundarins er Sævar Helgi Bragason.

Sævar tók nýverið við verðlaununum Framúrskarandi ungur Íslendingur við hátíðlega athöfn en hann var tilnefndur í flokknum störf á sviði tækni og vísinda. Sævar ætlar að koma og segja okkur aðeins frá þeim verkefnum sem hann hefur verið að vinna að. Við hvetjum alla félaga til þess að koma og hlýða á þennan framúrskarandi einstakling og læra eitthvað um vísindi í leiðinni.

Saevar_TOYP

Egill Esjufélagi ferðaðist ásamt góðum hóp af íslenskum félögum á Evrópuþing í Möltu. Hann ætlar að segja okkur aðeins frá ferð sinni af nýliðnu þinginu, en dagskráin þar var pakkfull af fróðleik og skemmtun.

EgillEC02

ÞEMA FUNDARINS ER STJÖRNUR – útfærið að vild 😉

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi (með fyrirvara um smá breytingar):

  1. Fundur settur
  2. Skipan embættismanna fundarins
    1. Fundarstjóra
    2. Fundarritara
    3. Kynning fundarmanna
  3. Gestur fundarins – Sævar Helgi Bragason, Framúrskarandi ungur Íslendingur
  4. Stuttur leikur
  5. Skýrslur nefnda, stjórnar og umræður
  6. Evrópuþingssögur – Egill Gauti Þorkellsson segir okkur frá ferð sinni á nýliðið Evrópuþing á Möltu
  7. Félagi mánaðarins
  8. Önnur mál
  9. Fundargerð lesin og samþykkt
  10. Fundi slitið

Nánar um gest fundarins:
Sævar er afburða vísindamaður sem hefur nýtt hæfileika sína til þess að gefa af sér til samfélagsins og er það í samræmi við JCI gildin sem hreyfingin lifir eftir. Sævar Helgi hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu vísinda á Íslandi. Hann er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Hann er framúrskarandi ungur vísindamaður sem hefur í mörg ár kveikt áhuga barna, ungmenna og fullorðinna á alheiminum og stjörnuskoðun. Sævar er sérfræðingur sem fjölmiðlar leita gjarnan til. Hann hefur hafið vísindakennslu upp á hærra plan með því að vekja áhuga barna á vísindum og tækni á frumlegan hátt. Hann safnaði meðal annars öllu fé sem þurfti til að gera Galíleósjónaukann að veruleika og heimsótti 150 skóla í tengslum við verkefnið. Galíleósjónaukinn er fyrst og fremst kennslutæki, ætlað til að efla áhuga barna og unglinga á vísindum. Þetta er aðeins brot af miklum dugnaði Sævars við ýmis verkefni tengd stjörnufræði (fengið af vef framurskarandi.is).

FBCover

Dags. og tími:
24. Jun 2014
20:00 - 22:30

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: