Európartý og sameiginlegur félagsfundur JCI Esju og Reykjavíkur


JCI Esja og JCI Reykjavík ætla að halda sameiginlegan félagsfund á léttari nótunum og dúndur Európartý laugardaginn 29. febúar í tilefni þess að það er einn auka dagur í árinu, dagur sem við fáum bara á fjögurra ára fresti!

Auk þess er varaheimsforsetinn okkar í heimsókn og það er úrslitakvöld Söngvakeppninnar! Allt mjög góðar ástæður til að henda í sameiginlegan félagsfund og tryllt partý! 🎉🎉🎉

Í boði verður ógurleg bolla og með’ðí. Þið vitið hvað við meinum! Við munum varpa söngvakeppnninni á hvíta vegginn á neðri hæðinni og blasta hátölurunum í botn.
Einnig ber að nefna að það er skylda að taka þátt í söngvakeppnisveðmálinu. HVER MUN VINNA? Þeir sem veðja á réttan hest fá vegleg verðlaun sem þeir deila saman.

Eftir keppnina verður kareókí á neðri hæðinni, beerpong, pílukast, pool eða hvað sem ykkur lystir á efri hæðinni. Þeir félagar sem bjóða vin með sér í partýið fá kúdós í kladdann 😉

Annars ef þú ert ekki í JCI, finnst þetta hljóma sjúklega vel þá ertu velkomin/nn að kíkja við og skemmta þér með okkur. Við viljum endilega kynnast þér! 😜

Fundaskrá sameiginlegs félagsfundar er eftirfarandi:
18:45 Húsið opnar
19:00 Fundur settur
19:05 JCI Esja kynnir starfið framundan
19:20 JCI Reykjavík kynnir starfið framundan
19:35 Fundi slitið

– Afsakið hlé –

19:45 SÖNGVAKEPPNI 2020
22:05 Partýýýýý
01:00 Húsið lokar

Áframhaldandi djamm í boði fyrir þá sem þyrstir í meira, en þá er það bara 101 Reykjavík!

Hlökkum til að sjá ykkur 😄

Dags. og tími:
29. Feb 2020 - 01. Mar 2020
18:45 - 01:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: