50 ára afmæli JCI Reykjavíkur


Kæru JCI félagar, núverandi og fyrrverandi.

 

JCI Reykjavík fagnar stórafmæli sínu 10. október nk. Af því tilefni verður blásið til afmælishófs 14.október nk.
Staðsetning: Höllin veislusalur, Grandagarði 18, 2. hæð.

Húsið opnar kl. 19 og verður þá boðið upp á fordrykk í boði forseta JCI Reykjavíkur, borðhald hefst svo stundvíslega kl. 20.

Matseðill:
Forréttur: Sítrus steiktur lax á röstí kartöflu ásamt blaðlauk og sítrus sósu.
Aðalréttur: Lamb og kalkúnn með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með rjóma.

Opinn bar (drykkir seldir á hóflegu verði).

Framúrskarandi ungur Íslendingur 2017, Ævar Þór Benediktsson verður heiðursgestur samkomunnar og flytur ávarp. Jógvan Hansen mun taka lagið fyrir okkur eins og honum er einum lagið. Brugðið verður upp svipmyndum úr starfinu í gegnum tíðina.

Veislustjórn verður í höndum Einars Valmundssonar og sjálfur DJ Gólfur mun halda uppi stuðinu langt fram á nótt.

Þetta er einstakur viðburður sem enginn má missa af!
Endilega látið gamla JCI félaga vita af þessu ? Makar sérstaklega velkomnir

Verð: 6.900 kr.
(Vinsamlegast millifærið á reikning: 514-26-43435 kt. 6306831149)

Vinsamlegast skráið inn upplýsingar um mataróþol og ofnæmi í athugasemdir með skráningunni hér fyrir neðan.
Skráningarfrestur er til og með þriðjudaginn 10. október.

Hver eru skráð? (Linkur)

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

Afmælisnefndin:
Alma Dögg Sigurvinsdóttir, forseti JCI Reykjavíkur
Anna María Bjarnadóttir, formaður
Ingólfur Már Ingólfsson, gjaldkeri
Einar Valmundsson
Ragnar F. Valsson
Karl Einarsson
Ragnar Björnsson

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
14. Oct 2017
19:00 - 23:59

Staður:
Höllin Veislusalur

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: