JCI Esja stendur fyrir öðruvísi hlaupi í Reykjavík í sumar, en það er Rat  Race eða hlaup skrifstofumannsins laugardaginn 24 Júlí milli kl: 13 og  16 við tjörnina
( litli hringurinn).  Þessi atburður hefur verið haldinn   erlendis við góðar undirtektir og er orðinn fastur liður í sumum  borgum. Hlaup þetta er nokkurs konar þrautahlaup sem allir geta tekið  þátt í. Fólk myndar lið (hámark fjórir  í liði) eða mætir eitt á staðinn,  hvert lið borgar 2000 kr en einstaklingar borga 1000 kr. Ætlast er til að fólk hlaupi í hefðbundunum skrifstofu fatnaði  karlmennirnr komi í jakkafötum  og konur komi í buxna/pils drögtum en  þær meiga vera í hlaupaskóm í stað hárra hæla.
Hlaupið fer svona fram :
- 
Tvö lið keppa í einu og tveir í hverju liði keppa hverju sinni
- 
Það verða 5 stöðvar með léttum skrifstofuþrautum
- 
Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin
Við skráningum taka Kristin kg7553@gmail.com og Lilja liljak17@hotmail.com fyrir  22 Júlí
Félagið býður þátttakendum í  grillveislu á eftir hlaupið
							 
											
				 
									