Framboð til landsstjórnar 2020
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Framboð til landsforseta 2020



Everything you do has some effect, some impact.
– Dalai Lama
Persónulegar staðreyndir
- Fráskilin tveggja barna móðir búsett í Hafnarfirði, fædd og uppalin á Ísafirði með viðkomu á Laugarbakka og Sauðárkróki.
- Á þrjá eldri bræður og tvær yngri hálfsystur. Elsti bróðir minn er 15 árum eldri en ég, yngsta systir mín er 19 árum yngri en ég.
- Menntaður tölvunarfræðingur frá HR og starfa sem vefstjóri hjá BYKO þar sem ég er í mjög spennandi verkefnum.
- Var einu sinni með fyrirtæki sem seldi allt til brjóstsykursgerðar, og leiðbeindi á brjóstsykursgerðarnámskeiðum. Titlaði mig Candy Queen 😉
- Börnin mín bera bæði millinafnið Hafnfjörð. Ekki ættarnafn, en eitthvað sem þau eiga saman og geta borið áfram ef þau kjósa.
- Ég elska dýr og ég elska náttúruna. Verst að ég er með ofnæmi fyrir báðu! Væri pottþétt blómaskreytingakona ef ég gæti það.
- Skv. Insights er ég aðallega græn, smá gul og blá til jafns og samasem ekkert rauð.
Sturlaðar staðreyndir
- Ég er pínu vatnshrædd
- En fer samt reglulega í sjósund (bara syndi ekki mikið)
- Ég get hreyft nasirnar og eyrun
- Ég er byrjuð að spila jólalög
- Ég tók einu sinni þátt í Djúpu lauginni
- Ég hef farið til Kanada, Tælands og Japan en aldrei til Egilsstaða
Alma Dögg Sigurvinsdóttir
Framboð til landsritara 2020



You will never be criticized by someone who is doing more than you. You will only be criticized by someone who is doing less than you. Remember that.
– Nipsey Hussie
Persónulegar staðreyndir
- Ég er uppalin á Tálknafirði, bý á Akranesi með kærastanum mínum en vinn niðri í miðbæ Reykjavíkur.
- Bauð mig fram í sveitarstjórnarkosningum 2018, sem var mjög gaman og reynslumikið.
- Ég stunda Crossfit á Akranesi, æfði sund í nokkuð mörg ár og mér finnst mjög gaman að fara í fjallgöngur.
Sturlaðar staðreyndir
- Borða ekki kiwi eða steinbít
- Kaffidrykkjukona
- Get gleymt mér við að púsla
- Syng stundum mjög falskt í bílnum, þegar ég er að keyra
- Nýbyrjuð að hekla
- Mæli ekki með að dansa með forsetakeðjuna hjá JCI Reykjavík
Ríkey Jóna Eiríksdóttir
Framboð til landsgjaldkera 2020


Nothing is impossible. The word itself says ‘I’m possible’
– Audrey Hepburn
Persónulega staðreyndir
- Er viðskiptafræðingur
- Er í námi í opinberri stjórnsýslu
- Ólst upp í Svíþjóð
- Er frá Akranesi en þekki nánast engan þar, þarft ekki að spyrja
- Finnst gaman í zumba
- Á tvö börn
Sturlaðar staðreyndir
- Finnst leiðinlegt í bíó
- Elska að labba í skógi með mjög háum trjám
- Borða ekki súkkulaði með ávaxtabragði – sóun á súkkulaði
- Er fyndin (að eigin mati allavega)
- Ég er ekki matvönd er meira að segja skráð í matinn í vinnunni á morgun! Og ég veit ekki einu sinni hvað er í matinn!
- Hljóp 9,7 km í Reykjavíkurmaraþonninu með slitið liðband (nei það er ekki búið að jafna sig)
Harpa Grétarsdóttir
Framboð til varalandsforseta 2020


Keep your eyes on the stars and your feet on the ground
Persónulega staðreyndir
- Fædd á Akureyri en uppalin í Reykjavík frá tveggja mánaða aldri. Mamma skilur ekki ennþá af hverju ég tala ekki eins og Norðlendingur.
- Ég á litla stelpu sem ég er mest megnis ein með.
- Ég elska útivist og fjallgöngur, stundaði það mikið áður en ég átti Ragnheiði.
- Ég er að vinna hjá Icewear. Búin að vera þar í ár um miðjan október. Endaði á að sinna markaðsmálum þótt það hafi ekki verið upprunalega planið.
- Ég er að flytja við hliðina á Ríkeyju. Sé því miður ekki inn um gluggann hjá henni.
- Mest gul skv. Insights, en held ég sé the í raun the extroverted introvert.
Sturlaðar staðreyndir
- Ég kann ekki að fara í handahlaup
- Ég hef komið 2x til Tælands en aldrei til Ameríku
- Stelpan mín er fædd á sama degi, sömu klst. og sömu mínútu og ljósmóðirin sem tók á móti henni
- Mér finnst kjúklingur ekkert spes og kýs hann yfirleitt ekki ef það er eitthvað annað í boði.
- Ég er ekki heldur hrifin af lambakjöti og kann ekki að elda það. Það er ekki á planinu að læra það heldur .
- Ég get ekki gert pylsubrauð með tungunni