Þessa dagana stendur JCI Ísland fyrir söfnunarátaki til styrktar ABC barnahjálp, sem byrjaði í morgun klukkan 9:00 og gengur út á að hvetja Íslendinga til að gefa aurana (e. Auroracoin) sína til góðs málefnis.

Auroracoin er ný íslensk rafmynt sem svipar til Bitcoin. Þann 25. mars sl. fékk hver og einn Íslendingur 31.8 aur að gjöf frá forsprökkum þessarar nýju myntar.

JCIABC

Samkvæmt Eyjólfi aðstoðar- verkefnisstjóra fannst JCI félögum tilvalin hugmynd að hefja söfnun og hvetja alla Íslendinga til að gefa aurana sína til ABC barnahjálp, sem jafnframt er samstarfsaðili okkar í þessu verkefni. Allar nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á www.auragjof.is, auk leiðbeininga um hvernig skal koma aurunum til ABC barnahjálpar.