Í dag, laugardaginn 16. mars var Mælskukeppni einstaklinga 2013 haldin fyrir fullum sal.
Sjö félagar tóku þátt og fluttu ræður sínar einstaklega vel.
Umræðuefnið, kjörorð heimsforseta var “Taktu af skarið” eða “Dare to act” á ensku. Ræðumenn túlkuðu efnið hver á sinn hátt og má með sanni segja að allar ræðurnar báru
jákvæð og hvetjandi skilaboð og áhorfendur fóru heim með gott veganesti.

Þátttakendur fluttu ræður sínar í þessari röð:

Gunnar Þór Sigurjónsson – JCI Esju
Heiða Dögg Jónsdóttir – JCI Reykjavík
Ingibjörg Magnúsdóttir – JCI Reykjavík
Jón Andri Guðjónsson – JCI Lind
Þórey Rúnarsdóttir- JCI Lind
Tanja Wohlrab-Ryan – JCI Reykjavík International
Nína María Magnúsdóttir – JCI Esja

Án þess að lengja mál mitt meira ætla ég að tilkynna sigurvegara keppninnar en það er hún Tanja Wohlrab-Ryan.

Tanja - Sigurvegari Mælskukepni einstaklinga 2013

Tanja fékk í hendurnar glæsilegan farandbikar og hlýtur að auki þingpakka á Evrópuþing JCI í Monte Carlo í lok maí og mun þar keppa fyrir hönd JCI Íslands um
evrópumeistaratitilinn.

Dómarar dagsins voru Steiney Halldórsdóttir oddadómari, Þórður Möller, Þorsteinn Fr. Sigurðsson, Svanfríður A. Lárusdóttir og Benharð Stefán Benharðsson og færum við
þeim miklar þakkir fyrir en ekki hefur verið auðvelt að skera úr um sigurvegarann þar sem allir þátttakendur fluttu ræður sínar einstaklega vel og með góðu innihaldi.