Á fimmtudagsfræðslunni þann 30. september næstkomandi verður námskeiðið Mannasiðir og góðar venjur.

Á þessu kvöldnámskeiði er farið yfir kurteisis venjur ýmissa landa.

Við heyrum oft talað um kurteisi, almenna kurteisi og svo auðvitað heyrum við um alla dónana þarna úti.

Ert þú kurteis eða ertu dóni? Er kanski það sem við köllum kurteisi á Íslandi dónaskapur einhversstaðar annarsstaðar. Hversu oft kyssir maður Frakka, Þjóðverja eða Hollending þegar maður heilsar þeim ? Er dónaskapur að bjóða tignum gesti að sitja í framsæti bíls?   Þessum og mörgum fleiri spurningum verður velt uppá námskeiðinu.

Fimmtudagsfræðslan  hefst kl:20.00 í JCI  húsinu í  Hellusundi 30. sept og er öllum opin .

Leiðbeinandi að þessu sinni er Arna Björk Gunnarsdóttir CNT.