Öll höfum við upplifað það að sitja langa og tilgangslausa fundi þar sem engin niðurstaða fæst og engin fundargerð liggur fyrir eftir fundinn.   Slíkir fundir eru eyðsla á dýrmætum tíma okkar.

Með því að tileinka sér og fara eftir nokkrum einföldum atriðum heyra slíkir fundir sögunni til.

Á námskeiðinu fundaritun og fundatækni eru kennd grundvallatriði í fundaritun og þátttakendur fá þjálfun í fundaritun, fundastjórnun, boðun og setu funda eftir þetta námskeið ættu tilgangslausir fundir að heyra sögunni til.

Námskeiðið verður haldið dagana 13. og 16. september kl:20:00 -22:00.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Arna Björk Gunnarsdóttir  – Skráning á námskeiðið sendist á jci@jci.is jafnframt gefur Arna nánari upplýsingar í síma 6925101.