Þann 12. maí  kl: 20:00  á Kringlukránni verður lagt til að embætti forseta Íslands verði lagt niður.

Þessi tillaga verður rökrædd í ræðukeppni sem á sér ekkert fordæmi í 50 ára sögu JCI á Íslandi þeir sem rökræða tillögun eru nefninlega allir útskrifaðir JCI félagar.

Tillöguflytjendur er úrval Reykjavíkurfélaga og það skipa

Vigfús Már JC Árbæ , Vigdís Hauks JC Reykjavík, Fanney Gísladóttir JCI Vík og Gísli Blöndal JCI Reykjavík

Andmælendur eru úrlvalsfólk aðildarfélaga utan Reykjavíkur þau,  Sölvi Hilmars JC Selfoss, Svanfríður Anna  JC NES, Margrét
Össurrar JC GK, Þór Sigurþórsson JC GK

Þessu mun svo stjórna af landskunnri röggsemi 1. varaforseti alþingis Ragnheiður Ríkharðsdóttir JC Mos

Dómarapanelinn munu skipa þau

Jón Ögmunds JC Kópavogi, Steiney Halldórs JC BROS/NES,
Sigríður Jóna Friðriksdóttir JC VÍK/Mosfellsbær, Jóhannes Ingi
Davíðsson JC Kópavogi.

Og fyrst við erum komin saman á annaðborð þá verður boðið uppá  aðra keppni svona rétt á meðan dómarar ráða ráðum sínum en þar er um að ræða lið JCI GK sem skipa Jón Bergur Hilmisson, Kristján Einarsson og Bernharð Bernharðsson  á móti liðs starfandi félaga þar verður rökrætt um tillöguna Eldgos er bölvun.

Sannkölluð ræðuveisla fyrir JCI félaga á öllum aldri miðvikudaginn 12. maí kl:20:00  á Kringlukránni.