Ásmundarskjöldur

Ásmundarskjöldur er æðsta viðurkenning JCI Íslands.

úr reglum JCI Íslands um verðlaun og viðurkenningar:

Ásmundarskjöldur. Veitist þeim félaga í JCI sem þykir hafa unnið frábært starf innan JCI-hreyfingarinnar á Íslandi, henni og félagsmönnum til ávinnings. Verðlaunin eru sérstakur skjöldur sem kenndur er við Ásmund heitinn Einarsson sem var forseti JCI Íslands starfsárið 1961-1962. Ásmundur vann ötullega að grundvöllun og uppbyggingu hreyfingarinnar hér á landi og sýndi samtökunum mjög óeigingjarnan áhuga. Dómnefnd er skipuð landsstjórn JCI Íslands. Hún fjallar um framkomnar ábendingar frá aðildarfélögunum en er óbundin af þeim og er ekki skyldug til að veita verðlaunin ef ekki þykir ástæða til.

Handhafar Ásmundarskjaldar